NTC netdagar

Þórsarar steinlágu í Breiðholti

Darrel Lewis. Mynd: Thorsport.is

Þórsarar gerðu ekki góða ferð í Hertz-hellirinn í Breiðholti í kvöld þegar þeir heimsóttu ÍR í Dominos-deild karla í körfubolta.

Skemmst er frá því að segja að Þórsarar sáu aldrei til sólar og tóku heimamenn fljótt yfir leikinn. ÍR vann að lokum 22 stiga sigur, 100-78. Afar vond úrslit fyrir Þórsara þar sem ÍR-ingar hafa nú betur í innbyrðis viðureignum liðanna sem eru að berjast á svipuðum stað í töflunni.

Darrel Lewis var stigahæstur í liði Þórs með 25 stig en Þórsarar réðu illa við þá Quincy-Hankins Cole og Matthías Orra Sigurðsson í liði ÍR.

Stigaskor Þórs: Darrel Lewis 25/13 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 15, Þröstur Leó Jóhannsson 12, George Beamon 10, Ragnar Helgi Friðriksson 8, Ingvi Rafn Ingvarsson 7, Sindri Davíðsson 1.

Stigaskor ÍR: Quincy-Hankins Cole 30, Matthías Orri Sigurðsson 28/12 stoðsendingar, Danero Thomas 17, Hákon Hjálmarsson 10, Sveinbjörn Claessen 9, Trausti Eiríksson 2, Daði Berg Grétarsson 2, Sæþór Kristjánsson 2.

 

UMMÆLI

Sambíó