NTC netdagar

Þórsarar steinlágu í Keflavík

Tryggvi Hlina með 15 stig og 12 fráköst. Mynd: Vísir

Þórsarar gerðu enga frægðarför til Keflavíkur í kvöld þegar þeir heimsóttu Keflavík í næstsíðustu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Mikið var í húfi enda ljóst að liðið sem ynni leikinn væri tryggt inn í úrslitakeppnina. Heimamenn ætluðu sér greinilega sigurinn og tóku snemma öll völd á parketinu. Staðan eftir fyrsta leikhluta 28-13 fyrir heimamenn og ljóst í hvað stefndi.

Fór að lokum svo að Keflvíkingar unnu afar þægilegan 20 stiga sigur, 97-77. Réðu Þórsarar afar illa við eitt öflugasta tvíeyki landsins því þeir Amin Khalil Stevens og Hörður Axel Vilhjálmsson skoruðu samtals 59 stig í leiknum.

George Beamon var stigahæstur í liði Þórs með 18 stig. Næstur honum kom landsliðsmiðherjinn Tryggvi Snær Hlinason með 15 stig en hann reif einnig niður 12 fráköst.

Stigaskor Þórs: George Beamon 18, Tryggvi Snær Hlinason 15/12 fráköst, Darrel Lewis 14/12 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 10, Sindri Davíðsson 9, Ingvi Rafn Ingvarsson 8, Þröstur Leó Jóhannsson 3.

Stigaskor Keflavíkur: Amin Khalil Stevens 33, Hörður Axel Vilhjálmsson 26, Magnús Már Traustason 15, Ágúst Orrason 8, Guðmundur Jónsson 7, Arnór Ingvi Ingvason 5, Reggie Dupree 3.

Þórsarar eiga nú einn leik eftir í deildinni og er hann gegn botnliði Snæfells sem er án stiga. Leikurinn fer fram í Íþróttahöll Akureyrar næstkomandi fimmtudag og geta Þórsarar tryggt sér farseðil í úrslitakeppnina með sigri þar.

Sambíó

UMMÆLI