Þórsarar tóku Tindastól í kennslustund í Höllinni

Tryggvi Hlina

Tryggvi Hlina

Þórsarar léku sinn fyrsta heimaleik í körfubolta á árinu þegar þeir fengu Tindastól í heimsókn í í Íþróttahöllina. Liðin mættust fyrr í vetur þegar Þór sló Tindastól úr Maltbikarnum. Tindastól tókst ekki að hefna fyrir það tap í kvöld en Þórsarar gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn sannfærandi, 100-85.

Sigur Þórsara var aldrei í hættu en staðan í hálfleik var 64-34 þeim í vil. Þrátt fyrir að Tindastóll hafi lagað stöðuna í seinni hálfleik sigldu Þórsarar heim þægilegum sigri. George Beamon var stigahæstur í liði Þórs með 33 stig en Antonio Hester var stigahæstur hjá Tindastóli með 21 stig.

Fyrir leikinn var Tindastóll í 2.-3. sæti deildarinnar en Þórsarar sex stigum á eftir þeim í því sjöunda. Þórsarar færa sig upp í 4. sæti með sigrinum og eru jafnir nöfnum sínum, Þór frá Þorlákshöfn og Grindavík með 14 stig.

Sambíó

UMMÆLI