Þórsarar töpuðu á Sauðárkróki

dominosdeildin_stort-copy-1

Þórsarar fóru í fýluferð á Sauðárkrók í kvöld þegar Tindastóll og Þór mættust í 2.umferð Dominos-deildar karla í körfubolta.

Leikurinn var í járnum lengst af þó Stólarnir hafi haft frumkvæðið mestallan leikinn. Heimamenn gáfu svo enn betur í á lokamínútum leiksins og unnu að lokum nokkuð sannfærandi sigur.

Lokatölur 94-82 fyrir Sauðkrækingum.

Þetta var fyrsti sigur Tindastóls á tímabilinu því liðið steinlá fyrir KR í fyrstu umferð. Þórsarar eru hinsvegar enn án sigurs eftir tvo leiki. Næsti leikur Þórs er nýliðaslagur gegn Skallagrím í Íþróttahöllinni á Akureyri eftir slétta viku.

Stigaskor Tindastóls: Mamadou Samb 25/10 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 20, Chris Caird 16, Pape Seck 11, Björgvin Hafþór Rúnarsson 11, Helgi Rafn Viggósson 7, Helgi Freyr Margeirsson 2, Hannes Ingi Másson 2.

Stigaskor Þórs: Darrel Lewis 20, Jalen Riley 19, Danero Thomas 14, Tryggvi Snær Hlinason 11, Ingvi Rafn Ingvarsson 9, Ragnar Helgi Friðriksson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3, Sindri Davíðsson 2.

Darrel Lewis. Mynd: Thorsport.is

Darrel Lewis var stigahæstur í liði Þórs í kvöld. Mynd: Thorsport.is

Sambíó

UMMÆLI