beint flug til Færeyja

Þórsarar unnu Kórdrengi í hörku leik – Sjáðu mörkin

Þórsarar unnu Kórdrengi í hörku leik – Sjáðu mörkin

Þórsarar heimsóttu Kórdrengi í Lengjudeildinni í knattspyrnu í gær. Þórsarar hafa ekki verið upp á sitt besta í sumar og eru í 10. sæti í Lengjudeildinni. Þeir þurftu á sigri að halda í gær og leikurinn var svakalega spennandi.

Þórsarar komust yfir á 17. mínútu þegar Harley Willard skoraði úr vítaspyrnu sem Alexander Már Þorláksson fiskaði. Kórdrengir jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks en Bjarni Guðjón Brynjólfsson kom Þórsurum aftur yfir í kjölfarið.

Kórdrengir jöfnuðu aftur skömmu síðar og staðan orðin 2-2. Leikurinn var mjög spennandi og bæði lið fengu færi áður en að Harley Willard skoraði aftur úr vítaspyrnu sem Alexander Már fiskaði og kom Þórsurum í 3-2.

Varamaðurinn Kristófer Kristjánsson tryggði svo sigur Þórsara með marki á lokamínútunum. Lokatölur 4-2 fyrir Þór en þetta var fjórði sigur liðsins í sumar.

Mörkin úr leiknum má sjá hér að neðan

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó