Prenthaus

Þórskonum tókst að knýja fram oddaleik

Mynd: Páll Jóhannesson

Allt undir í Síðuskóla á föstudag! Mynd: Páll Jóhannesson

Þór og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í úrvalsdeild kvenna í körfubolta næstkomandi föstudag eftir að Þórskonur gerðu góða ferð í Kópavog í kvöld og unnu níu stiga sigur.

Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, líkt og fyrsti leikur liðanna. Breiðablik var tveim stigum yfir í leikhléi, 37-35.

Þórskonur voru hinsvegar miklu betri aðilinn í síðari hálfleik og unnu að lokum 61-70 sigur.

Stigaskor Þórs: Rut Herner Konráðsdóttir 21, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 19, Thelma Hrund Tryggvadóttir 10, Heiða Hlín Björnsdóttir 7, Hrefna Ottósdóttir 6, Helga Rut Hallgrímsdóttir 5/16 fráköst, Erna Rún Magnúsdóttir 2/7 fráköst/8 stoðsendingar.

Stigaskor Breiðabliks: Isabella Ósk Sigurðardóttir 21/15 fráköst, Sóllilja Bjarnadóttir 15, Telma Lind Ásgeirsdóttir 14, Auður Íris Ólafsdóttir 7, Eyrún Ósk Alfreðsdóttir.

 

UMMÆLI