Þórskonur á siglingu

korfubolti

Þór fékk KR í heimsókn í íþróttahúsið í Síðuskóla í 1.deild kvenna í körfubolta í gær.

Þórskonur mættu ákveðnar til leiks og var snemma ljóst í hvað stefndi því staðan eftir fyrsta leikhluta var 29-11, heimakonum í vil. Þór hélt áfram að bæta í forskotið en staðan í leikhléi var 55-31.

Eftir þessa góðu byrjun Þórs áttu gestirnir aldrei möguleika en lokatölur leiksins urðu 85-66 fyrir Þór sem var þarna að vinna sinn þriðja leik í röð.

Stigaskor Þórs: Unnur Lára Ásgeirsdóttir 28, Rut Herner Konráðsdóttir 24/13 fráköst, Fanney Lind Thomas 15, Heiða Hlín Björnsdóttir 10, Thelma Hrund Tryggvadóttir 5, Erna Rún Magnúsdóttir 2, Súsanna Karlsdóttir 1.

Stigaskor KR: Perla Jóhannsdóttir 25, Þorbjörg Friðriksdóttir 8, Margrét Blöndal 7, Jóhanna Styrmisdóttir 6, Ástrós Ægisdóttir 6, Rannveig Ólafsdóttir 5, Kristbjörg Pálsdóttir 4, Ásta Grímsdóttir 2, Ísabella Borgarsdóttir 2, Ragnhildur Kristinsdóttir 1.

UMMÆLI

Sambíó