Þórskonur fyrstar til að leggja KR í Vesturbænum

Hart barist í Vesturbænum í gær. Mynd: Bára/Karfan.is

Hart barist í Vesturbænum í gær. Mynd: Bára/Karfan.is

Þórskonur komu sér aftur upp að hlið Breiðabliks á toppi 1.deildar kvenna í körfubolta í gær þegar liðið vann útisigur á KR, 57-66.

Afar mikilvægur sigur Þórskvenna í ljósi þess að liðin voru jöfn að stigum þegar kom að leiknum í gær. KR-konur hafa verið öflugar á heimavelli í vetur en þetta var fyrsta tap þeirra í Frostaskjólinu.

Thelma Hrund Tryggvadóttir var stigahæst í liði Þórs með sextán stig en næst á eftir henni kom Unnur Lára Ásgeirsdóttir með fimmtán. Rut Herner gerði tólf stig og Heiða Hlín Björnsdóttir ellefu.

Þetta var síðasti leikur stelpnanna á þessu ári en ekki er víst hvort þær haldi toppsætinu yfir hátíðarnar því Breiðablik á einn leik eftir fyrir jól.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó