Þórskonur í bikarúrslit eftir frábæran sigur

Þórskonur í bikarúrslit eftir frábæran sigur

Þór tryggði sér sæti í úr­slita­leik bik­ar­keppni kvenna í körfu­bolta eft­ir 79:75 sig­ur á Grinda­vík í undanúrslitum keppninnar í Laugardalshöll í gær. Þór leik­ur gegn Kefla­vík um bikar­meist­ara­titil kvenna á laug­ar­dag­inn.

Þór vann að lokum 79-75 sigur eftir spennandi viðureign. Stiga­hæst í liði Þórs Ak­ur­eyr­ar var Lore Devos með 30 stig.

„Stórkostleg frammistaða innan vallar sem utan, frábært hugarfar, barátta, sigurvilji og trú leikmanna á verkefnið, ómetanlegir og óviðjafnanlegir stuðningsmenn sem létu Rauða hafið líta út eins og ólgusjó þrátt fyrir að vera líklega fimmfalt færri í stúkunni en stuðningsmenn Grindvíkinga. Kennslustund í hugarfari og auðvitað frábærar körfuboltakonur með snjallan og yfirvegaðan þjálfara skiluðu kvennaliði Þórs í körfubolta sæti í úrslitaleik VÍS-bikarkeppninnar eftir glæsilegan sigur á Grindvíkingum í undanúrslitaleik, 79-75, í undanúrslitum í Laugardalshöllinni í kvöld,“ segir í umfjöllun á vef Þórs sem má lesa í heild hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó