Þórsstúlkum spáð 4. sæti

Þór er spáð 4. sætinu í 1.deild kvenna í körfubolta af þjálfurum og fyrirliðum liða í deildinni. KR og Grindavík er spáð efstu tveimur sætunum.

Þórsstúlkur komust í umspil um sæti í efstu deild á síðasta tímabili en talsverðar breytingar hafa orðið á liðinu síðan þá. Þór teflir fram ungu og spennandi liði í vetur sem verður áhugavert að fylgjast með.

Þórsarar unnu öruggan sigur á Ármanni í fyrsta leik sínum á tímabilinu en Ármanni er spáð neðsta sæti deildarinnar. Þá spiluðu fjórar ungar og efnilega stelpur sinn fyrsta leik fyrir liðið, sú yngsta Karen Lind Helgadóttir aðeins 13 ára og 319 daga gömul.

Spánna fyrir deildina má sjá hér að neðan.

1. DEILD KVENNA

 1. KR                                     138 stig
2. Grinda­vík                       130 stig
3. Fjöln­ir                              99 stig
4. Þór Ak.                            77 stig
5. ÍR                                      72 stig
6. Ham­ar                             42 stig
7. Ármann                          30 stig

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó