Listasafnið gjörningahátíð

Þorsteinn Gunnarsson og Níels Einarsson fá viðurkenningu

Þorsteinn Gunnarsson og Níels Einarsson fá viðurkenningu

Miðvikudaginn 12. maí afhenti Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Þorsteini Gunnarssyni og Níelsi Einarssyni viðurkenningu fyrir ötult starf í þágu Norðurslóða. Viðurkenningin er veitt í tilefni af 20 ára afmæli Háskóla norðurslóða (University of the Arctic, UArctic). Árleg ráðstefna sem fram átti að fara að hluta á Akureyri – en er nú rafræn – verður haldin dagana 15. – 18. maí.

  • Þorsteinn Gunnarsson var rektor Háskólans á Akureyri frá 1994-2009 og á stóra hlutdeild í uppbyggingu norðurslóðasamstarfs á Íslandi, á sviði mennta og vísinda. Sem rektor Háskólans á Akureyri lagði Þorsteinn grunninn að þeirri miðstöð norðurslóða sem varð til á Akureyri og hefur haldið áfram að starfa í málaflokknum af mikilli hugsjón. Má í því samhengi nefna Vísindaviku norðurslóða, en Þorsteinn hafði veg og vanda af því að leiða það verkefni á síðasta ári.
  • Níels Einarsson er forstöðumaður Stofnun Vilhjálms Stefánssonar sem er íslensk norðurslóðastofnun sem hefur verð starfandi síðan 1997. Stofnuninni er ætlað innlent og alþjóðlegt hlutverk viðvíkjandi rannsóknum, upplýsingamiðlun, ráðgjöf og samvinnu á sviði sjálfbærrar þróunar og umhverfismála á Norðurslóðum. Stofnunin heyrir undir Umhverfisráðuneytið.

Þorsteinn og Níels fengu málverk eftir Guðmund Ármann ásamt árnaðaróskum frá Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar.

Sambíó

UMMÆLI