Origo Akureyri

Þorsteinn og Gústaf styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennisFrá vinstri til hægri: orsteinn Már Baldvinsson, Jenný Valdimarsdóttir og Gústaf Baldvinsson. Ljósmynd: KAON

Þorsteinn og Gústaf styrkja Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum afhendan styrk upp á nær tvær miljónir króna frá þeim Þorstein Má Baldvinssyni og Gústafi Baldvinssyni.

Í tilkynningu frá KAON segir að slíkir styrkir komi sér einstaklega vel fyrir rekstur félagsins, sem sé alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé, þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.

„Félagið gegnir afar mikilvægu hlutverki í okkar heimabyggð, til að mynda með stuðningi og ráðgjöf við fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Við tileinkum framlagið í minningu Aðalbjargar Hafsteinsdóttur, sem hefði orðið 65 ára í dag 11. janúar en hún lést 8. ágúst á nýliðnu ári.

Hún var einstaklega glaðvær og bjartsýn í áralangri baráttu sinni við krabbamein og studdi marga af krafti á erfiðum stundum með jákvæðnina að leiðarljósi. Framlag Aðalbjargar til eflingar lýðheilsu var alla tíð einlægt og áhrif hennar til að auka lífsgæði fólks á starfssvæði KAON voru ómetanleg.

Við erum þakklátir Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrenni fyrir starfsemina og óskum því velfarnaðar. Sannarlega er þörf á slíku félagi í okkar heimabyggð,“  Sögðu Gústaf og Þorsteinn þegar þeir afhentu styrkinn.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó