beint flug til Færeyja

Þorvaldur nýr formaður KSÍ

Þorvaldur nýr formaður KSÍ

Þorvaldur Örlygsson er nýr formaður KSÍ. Kosið var um nýjan formann á 78. ársþingi KSÍ í íþróttamiðstöð Fram í Úlfarsárdal í gær. Þorvaldur er fyrsti Akureyringurinn sem gegnir embætti formanns KSÍ.

Tveir Akureyringar voru í framboði þeir Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Auk þeirra bauð Guðni Bergsson sig fram.

Í fyrstu umferð kosninganna deildust atkvæðin svona niður á frambjóðendurna:

  • Guðni Bergsson 20,83% atkvæða – 30 atkvæði
  • Vignir Már Þormóðsson 40,97% atkvæða – 59 atkvæði
  • Þorvaldur Örlygsson 38,19% atkvæða – 55 atkvæði

Fyrir aðra umferð kosninganna var því ljóst að Akureyringur myndi verða formaður KSÍ í fyrsta sinn en þá var kosið á milli Þorvaldar og Vignis. Þar deildust atkvæðin þannig að Þorvaldur Örlygsson fékk 51,72% atkvæða (75 atkvæði) og Vignir Már Þormóðsson fékk 48,28% atkvæða (70 atkvæði). 

Því er ljóst að Þorvaldur Örlygsson mun sitja í formannsstól KSÍ næstu tvö ár hið minnsta.

Um kosningu formanns KSÍ stendur í grein 17.6 í lögum KSÍ:

Til þess að ná kjöri sem formaður KSÍ, þarf meirihluta greiddra atkvæða. Náist ekki meirihluti við fyrstu kosningu, skal kjósa á ný, bundinni kosningu, um þá tvo menn, sem flest atkvæði hlutu. Ræður þá einfaldur meirihluti atkvæða. Verði þeir jafnir skal kjósa á ný með sama hætti og verði þeir enn jafnir, ræður hlutkesti.

UMMÆLI

Sambíó