Þrír Akureyringar í landsliði á snjóbrettum

Skíðasamband Íslands tilkynnti á dögunum unglingalandslið og afrekshóp á snjóbrettum fyrir komandi vetur. Landsliðsþjálfari er Akureyringurinn Viktor Helgi Hjartarson en hann var það einnig í fyrra.

Þrír Akureyringar eru í afrekshópnum en það eru þeir Baldur Vilhelmsson, Benedikt Friðbjörnsson og Tómas Orri Árnason.

Fyrirhugað er að hópurinn fari í þrjár ferðir erlendis í vetur. Fyrst á dagskrá er æfingaferð í október. Í janúar á svo að fara í æfinga- og keppnisferð en hápunktinum verður náð þegar Ísland tekur í fyrsta skipti þátt á snjóbrettum á Ólympíuhátið Evrópuæskunnar.

Mynd: bennif.com

Benedikt Friðbjörnsson í háloftunum. Mynd: bennif.com


UMMÆLI

Sambíó