NTC

Þrír Akureyringar í U19 ára landsliði Íslands

Þorvaldur Örlygsson, landsliðsþjálfari U19 ára landsliðs karla valdi í dag landsliðshóp sem leikur tvo vináttuleiki við Wales 2. og 4. september næstkomandi. Leikirnir munu fara fram í Wales.

Þrír Akureyringar er í hópnum að þessu sinni. Aron Dagur Birnuson og Daníel Hafsteinsson eru fulltrúar KA í hópnum. Aron Birkir Stefánsson er valinn úr liði Þórs.

Aron Dagur og Aron Birkir eru báðir markmenn en Daníel spilar sem miðjumaður.

VG

UMMÆLI