Krónan Akureyri

Þrír flokkar í formlegar viðræður á Akureyri

Þrír flokkar í formlegar viðræður á Akureyri

L-listinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri hafa hafið formlegar viðræður um myndun meirihluta á Akureyri.

Flokkarnir funduðu í gær og niðurstaðan var sú að það væri áhugi hjá flokkunum þremur um að mynda meirihluta í bænum.

L-listinn náði þremur einstaklingum inn í kosningunum á laugardag á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur náðu báðir inn tveimur.

Flokkarnir þrír munu funda stíft næstu daga til þess að komast að því hvort málefnagrundvöllur náist til að mynda meirihluta.  

Sambíó

UMMÆLI

Krónan Akureyri