Þrír flokkar í formlegar viðræður á Akureyri

Þrír flokkar í formlegar viðræður á Akureyri

L-listinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri hafa hafið formlegar viðræður um myndun meirihluta á Akureyri.

Flokkarnir funduðu í gær og niðurstaðan var sú að það væri áhugi hjá flokkunum þremur um að mynda meirihluta í bænum.

L-listinn náði þremur einstaklingum inn í kosningunum á laugardag á meðan Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur náðu báðir inn tveimur.

Flokkarnir þrír munu funda stíft næstu daga til þess að komast að því hvort málefnagrundvöllur náist til að mynda meirihluta.  


UMMÆLI

Sambíó