Þrír fulltrúar að norðan í ungmennaráði Menntamálastofnunnar

Meðlimir ungmennaráðsins

Meðlimir ungmennaráðsins

Ungmennaráð Menntamálastofnunar hefur verið stofnað. Í því eru unglingar á aldrinum 14-18 ára sem verða stofnuninni innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni sem varða börn og ungmenni. Meðal verkefna ungmennaráðs er að vera ráðgefandi um framtíðarsýn í málum sem varða þeirra aldursflokk. Þar má nefna útgáfu námsefnis, námsmat, innritun og fleira. Þau verða starfsfólki Menntamálastofnunar innan handar og sitja fundi, málþing eða ráðstefnur á vegum hennar, halda erindi á ráðstefnum, skrifa greinar og funda með ráðamönnum.

Í ráðinu eru 22 ungmenni, 12 stúlkur og 10 strákar sem voru tilnefnd af samstarfsaðilum Menntamálastofnunnar í kjölfar samráðsfundar í vor með fulltrúum úr ýmsum starfandi ungmennaráðum. Í ráðinu eru þrír fulltrúar að norðan, þau Brynja Rún Guðmundsdóttir, Haukur Orri Kristjánsson og Hulda Margrét Sveinsdóttir.

Sjá einnig: Ungmenni berjast fyrir auknum réttindum

Fulltrúar í ungmennaráði Menntamálastofnunar eru:

 1. Anna Mínerva Kristinsdóttir
 2. Ástþór Jón Tryggvason
 3. Berglín Sólbrá Bergsdóttir
 4. Bjarki Steinar Viðarsson
 5. Brynja Rún Guðmundsdóttir
 6. Eyrún Magnúsdóttir
 7. Guðmunda Bergsdóttir
 8. Guðný Rós Jónsdóttir
 9. Gunnar Ágústsson
 10. Haukur Orri Kristjánsson
 11. Hulda Margrét Sveinsdóttir
 12. Inga Huld Ármann
 13. Ingibjörg Ragnheiður Linnet
 14. Jón Ragnar Magnússon
 15. Júlíus Viggó Ólafsson
 16. Jökull Ingi Þorvaldsson
 17. Kristján Helgason
 18. Marta Valdís Reykdal
 19. Sara Rós Hulda Róbertsdóttir
 20. Sigrún Birna Steinarsdóttir
 21. Sigurður Ingvi Gunnþórsson
 22. Sindri Smárason

Umsjónaraðili ungmennaráðsins hjá Menntamálastofnun er Erla Ósk Guðjónsdóttir

Hulda Margrét var tilnefnd af umgmennaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga, Haukur Orri frá Siglufirði af UMFÍ og Brynja Rún Guðmundsdóttir var tilnefnd af Samfés.

Sambíó

UMMÆLI