Blaksamband Íslands tilkynnti á dögunum æfingahópa sem taka þátt í næstu landsliðsverkefnum BLÍ. Ævarr Freyr Birgisson, Valþór Ingi Karlsson og Filip Szewzcyk voru valdir í hóp karlalandsliðsins úr KA. Kaffið hafði áður birt frétt um að Elma Eysteinsdóttir hefði verið valin í æfingahóp kvennalandsliðsins. Fjórir fulltrúar spila því fyrir Íslands hönd í næstu verkefnum landsliðanna.
Næstu verkefni karlalandsliðsins í blaki eru leikur 12. maí í Reykjavík en liðið heldur svo til Frakklands að kvöldi 22. maí í undankeppni HM og endar svo á Smáþjóðaleikunum í San Marinó.
Við óskum Ævarri, Valþóri og Filip til hamingju með þetta!
Æfingahópur karlalandsliðsins
Kjartan Fannar Grétarsson, HK
Lúðvík Már Matthíasson, HK
Kristján Valdimarsson, BK Tromsö
Hafsteinn Valdimarsson, Waldviertel
Máni Matthíasson, HK
Arnar Birkir Björnsson, HK
Valþór Ingi Karlsson, KA
Felix Þór Gíslason, HK
Theódór Óskar Þorvaldsson, HK
Róbert Karl Hlöðversson, Stjörnunni
Ævarr Freyr Birgisson, KA
Bergur Einar Dagbjartsson, HK
Kristófer Björn Ólason Proppé, Stjörnunni
Benedikt Baldur Tryggvason, Stjörnunni
Magnús Ingvi Kristjánsson, HK
Andreas Hilmir Halldórsson, HK
Stefán Gunnar Þorsteinsson, HK
Alexander Stefánsson, Aftureldingu
Ingólfur Hilmar Guðjónsson, Aftureldingu
Orri Þór Jónsson, USA
Ragnar Ingi Axelsson, Þróttur Nes
Filip Pawel Szewzcyk, KA – eingöngu fyrir Smáþjóðaleika hóp.
UMMÆLI