Þrjár einfaldar útfærslur af hafragraut

Gamli góði hafragrauturinn er sívinsæll kostur sem morgunmatur enda hollur og góður. Það eru þó margir sem fá leið á því að borða venjulegan hafragraut alla morgna svo það er um að gera að prófa sig áfram með því að breyta honum og bæta en þó halda honum hollum. Hér eru þrjár afar einfaldar útfærslur af hafragraut:

Hafragrauturinn sjálfur er mjög einfaldur en eftirfarandi er allt sett saman í pott og soðið á meðalháum hita þar til grauturinn nær áætlaðri þykkt.

1 dl. hafrar

2.dl vatn
1/4 tsk salt

Einnig getur verið sniðugt að setja matskeið af kókosolíu með til þess að fá góða fitu sem veldur því að maður verður lengur saddur.

Hafragrautur með bönunum og hnetusmjöri
Þetta á vel saman, hvoru tveggja bætt við eftir að grauturinn er kominn í skálina

Hafragrautur með eplum og kanil
Klassísk blanda, eplin skorin smátt og nóg af kanil stráð yfir

Hafragrautur með döðlum og möndlum 
Hvoru tveggja saxað smátt og dreift yfir grautinn, gott að setja kanil með

Fleira sem er sniðugt út á hafragraut er til dæmis alls konar ber, pera, mangó, hnetur, dökkt súkkulaði, kakó, graskersfræ, múslí, chiafræ, agave eða marple síróp. Einnig getur verið gott að setja hreint jógúrt út á eftir á, t.d. með berjum. Sumir setja egg til að gera hann matarmeiri á meðan hann er eldaður eða smjör til þess að fá meiri fitu, t.d. fyrir ung börn. Listinn er ekki tæmandi og um að gera að prófa sig áfram!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó