beint flug til Færeyja

Þróun til betri vegar í smitum á Norðurlandi eystra – Íþróttastörf barna aftur á dagskrá

Þróun til betri vegar í smitum á Norðurlandi eystra – Íþróttastörf barna aftur á dagskrá

Undanfarnar tvær vikur hefur tala covid smitaðra farið hratt vaxandi á Norðurlandi eystra en alls voru 1300 manns í sóttkví á tímabili. Í gær voru 159 í einangrun á Norðurlandi eystra og þar af 130 á Akureyri ásamt því að rétt tæplega 600 manns voru í sóttkví. Nýjar tölur í umdæminu eru væntanlegar um hádegi í dag.

Börn og unglingar á grunnskólaaldri fjölmennasti hluti smitaðra

Flestir þeirra sem smituðust voru börn og unglingar á grunnskólaaldri þar smit komu upp í nokkrum grunnskólum. Áberandi var að börn sem ekki höfðu fengið bólusetningu voru þar fjölmennust. Aðgerðastjórn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra gaf út þau tilmæli fyrir viku síðan að æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarfi barna og unglinga á grunnskólaaldri yrði ýtt til hliðar í viku tíma til að vinna bug á þessari stöðu og ná böndum yfir frekari dreifingu smita.

Skv. tilkynningu frá lögreglunni fór aðgerðarstjórn LSNE yfir stöðuna í gærmorgun ásamt fulltrúum frá Landlækni og rakningateyminu. Niðurstaðan var sú að ekki væri talin þörf á að viðhalda þeim tilmælum sem gefin voru fyrir viku síðan hvað varðar æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarfi barna og unglinga á grunnskólaaldri.

Mikilvægt að huga áfram að persónulegum smitvörnum

,,Það breytir því samt ekki að við hvetjum alla að huga vel að persónulegum smitvörnum og þá sérstaklega þar sem ungmenni koma saman og tryggja aðgengi að sótthreinsibúnaði á slíkum stöðum.Þá hvetjum við alla sem hafa einhver einkenni um Covid að skrá sig í sýnatöku og foreldra til að eiga stöðugt samtal við börn sín hvað þessi mál varðar og vera ekki að mæta í æskulýðs-, íþrótta- og félagsstarf finni þau til einhverra einkenna,“ segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

Sambíó

UMMÆLI