Þurrvörubar í nýrri versl­un Krónunnar á Ak­ur­eyri

Þurrvörubar í nýrri versl­un Krónunnar á Ak­ur­eyri

Krón­an hef­ur opnað þurr­vöru­bar í versl­un sinni í Skeif­unni. Þurr­vöru­bar­inn er ný viðbót inn í umbúðalaus­ar lausn­ir Krón­unn­ar þar sem mark­miðið er að styðja enn bet­ur við vist­vænni neyslu­hætti viðskipta­vina. Í desember opnar einnig þurrvörubar á Akureyri þegar ný verslun Krónunnar opnar.

„Við byrj­um með þurr­vöru­bar­inn í Skeif­unni og erum spennt að sjá hvernig hann leggst í viðskipta­vini okk­ar. Við sjá­um í ná­granna­lönd­um okk­ar að svona þjón­ustu hef­ur verið vel tekið, en Ísland á smá í land þar,“ seg­ir Daði Guðjóns­son, for­stöðumaður markaðs- og um­hverf­is­mála Krón­unn­ar.  

„Þetta er verk­efni sem við vilj­um vinna áfram og þróa með okk­ar viðskipta­vin­um. Umbúðalausu lausn­irn­ar skipta Krón­una máli því þær snerta á öll­um  þrem­ur meg­in um­hverf­isþátt­un­um í rekstri okk­ar; draga úr mat­ar­sóun, spara orku og minnka umbúðanotk­un,“ seg­ir Daði.  

Bæði er hægt að koma með eig­in ílát en einnig grípa papp­ír­s­poka til að fylla á ef ílátið gleym­ist heima. Kúskús, rauðar linsu- og nýrna­baun­ir, kjúk­linga­baun­ir, svart­ar baun­ir, tvær teg­und­ir hýðis­hrís­grjóna og tvær af pasta verða á barn­um til að byrja með.  

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó