Þúsundir á Andrésar Andarleikunum 2024

Þúsundir á Andrésar Andarleikunum 2024

Síðastliðinn miðvikudag var skrifað undir styrktarsamning milli Akureyrarbæjar og Skíðafélags Akureyrar vegna Andrésar Andarleikana 2024-2028 en í ár verða þeir haldnir 24.-27. apríl og er gert ráð fyrir að þúsundir gesta heimsæki bæinn af því tilefni. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

„Markmiðið með samningnum er að styðja við Skíðafélagið þegar kemur að umgjörð og framkvæmd Andrésar Andarleikanna í Hlíðarfjalli,“ segir í tilkynningu Akureyrarbæjar.

Andrésar Andarleikarnir eru fyrir börn á aldrinum 4-15 ára. Um er að ræða eitt stærsta skíðamót landsins með um 1.000 keppendum ár hvert. Þeim fylgja þjálfarar, fararstjórar, foreldrar og fjölskyldur og má því gera ráð fyrir að um 2.500-3.000 manns sæki leikana. Sérstök Andrésarnefnd Skíðafélags Akureyrar sér um framkvæmd mótsins.

Andrésar Andarleikarnir fara að jafnaði fram frá miðvikudegi til laugardags í apríl, í sömu viku og sumardagurinn fyrsti.

Styrktarsamningur Akureyrarbæjar og Skíðafélag Akureyrar vegna Andrésar Andarleikanna 2024-2028.

Sambíó

UMMÆLI