Origo Akureyri

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í Grímsey

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í Grímsey

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um 21:43 í gærkvöldi vegna umferðarslyss í Grímsey. Bifreið fór út af vegi við Grímseyjarhöfn og endaði ofan í grýttri fjöru. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var slæmt veður á vettvangi, mikill vindur og ofankoma.

Óhappið var tilkynnt til lögreglunnar klukkan 21:43. Vegna veðurs varð sjúkraflugvél Mýflugs frá að hverfa en þyrla Landhelgisgæslunnar lenti út í Grímsey um klukkan hálf tvö í nótt og ökumaðurinn var fluttur á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar.

Ökumaðurinn var einn í bifreiðinni. Ekki liggja fyr­ir upp­lýs­ing­ar um líðan manns­ins.

UMMÆLI

Sambíó