Gæludýr.is

Til allra kattaeigenda á Akureyri

Til allra kattaeigenda á Akureyri

Ásgeir Ólafsson Lie skrifar

Kattafamboðið var stofnað vegna þess að við ætlum að hnekkja á útivistarreglum sem settar voru á hjá núverandi bæjarstjórn og stendur enn.

Í bæjarstjórn á Akureyri eru 11 manns. Í nóvember 2021 kaus bæjarstjórnin að köttum skal lokað inni frá 1. janúar 2025.  Atkvæðin féllu svona.  Það voru sjö (7) sem kusu með frumvarpinu og fjórir (4) sem voru á móti því að loka þá inni.  Sem gerði að að verkum að við þurftum aðeins tvo (2) frá okkur inn í bæjarstjórn til að hnekkja á þessu máli, 6 – 5.

En nu er allt önnur staða komin upp. ALLIR fulltrúarnir 11 eru hlynntir því að setja eigi þessi lög á og flýta þeim um 2 ár.   Samt sem áður mæta sum þeirra í viðtöl og segjast vera hlynnt frjálsi útiveru hjá kisum og kjósa já eða nei þegar þau eru spurð þessarar einföldu spurningu.

En, þau kusu að loka þá inni.  

Munið þetta. Allir flokkar sem nú sitja í bæjarstjórn samþykktu þetta sama hvað þeir segja til að fegra framboð sitt fyrir 14. maí næstkomandi.

Sem gerir það að verkum að til þess að við náum að fella þessi lög fyrir köttinn þinn þessum sem tekur gildi eftir nokkra mánuði þá þurfum við öll ykkar atkvæði. En það væri ósanngjarnt að ætla að fá öll atkvæðin og hafa svo ekki skoðun á neinu öðru.

  1. Okkur finnst ósanngjarnt á aldraðir greiði í sund og eigi að greiða fyrir bílastæði í bænum. Okkur þykir þau eigi að fá frítt í sund og einn bíl undir sinni kennitölu sem leggja má frítt í löglegt bílastæði eða geta sett í glugga sinn sérstakt merki með bílnúmeri.
  2. Okkur þykir að Akureyrarbær eigi að semja við fyrirtæki að búa til sitt eigið app fyrir bílastæðin til að hljóta ekki aðeins 30% af hverjum 100 kalli sem ég greiði í bílastæði. Þetta borgar sig upp hratt.
  3. Við viljum sjá að öryrkjar og fatlaðir fái réttindi sín án þess að þeir þurfi að snúa upp á handlegg þess sem útdeilir þeim.  Við ætlum að koma félagsráðgjöfum meira inn i málin þeirra og láta þá vinna vinnuna fyrir fólkið sem á nóg með sitt. Svipað og gert er í Noregi.
  4. Þegar íþróttafélög hér í bæ eru að bjóða upp á hreyfingu fyrir þriggja ára (3) og eldri þykir okkur sanngjarnt að öll börn á þeim aldri sitji við sama borð. Ekki aðeins þau börn sem eiga efnaðri foreldra. Okkur skoðun er þessi. Hvatapeningar fara niður í þriggja (3) ára aldur og þeir hækkaðir í 60.000.  
  5. Okkur langar að afnema leikskólagjöld.
  6. Okkur langar að taka af matarpeninga í grunnskólum. Þannig að öll börn geti borðað í skólunum bæjarins. Frítt.  Einnig þá langar okkur að lagfæra matarmenningu í skólum hér á Akureyri og þurfum við ekki að leita lengra en í Hrafnagilsskóla sem hefur verið verðlaunaður fyrir gott mataræði.
  7. Okkur langar að vinna fyrir aldraða eins og þeir vilja láta vinna fyrir sig. Okkur þykir ósanngjarnt að ætla að áætla hvað aldraðir þurfa heldur en að spyrja þá  einfaldlega hvað þeir þurfa og fara þá leiðina að sækja það sem þau þekkja best.
  8. Við ætlum að byrja á réttum endum. Sem dæmi þá getum við ekki stundað menningu og listir ef við eigum ekki pening fyrir mat og öruggu húsnæði.  Því ætlum við að láta alla bæjarbúa hafa pening fyrir nauðsynjum. Ef það næst ekki með fjárlögum, þá söfnum við peningum.  Við getum gert það aftur með aðkomu Hjálparstarfs kirkjunnar sem dæmi. Það höfum við gert áður og safnað fleiri milljónum.  Þegar þú svo getur brauðfætt þig og alla þína og búið í öruggu húsnæði þá getum við farið að tala um menningarmál sem er í öndvegi hér í bæ að við teljum hverja einustu helgi fyrir troðfullum húsum.
  9. Við erum með hugmyndir hvernig hægt sé að ungt fólk geti keypt sér íbúð með aðstoð Akureyrarbæjar og þá með minni eða engri aðkomu banka og annarra lánastofnana sem eru með of allt háa vexti.
  10. Það á aldrei að salta götur Akureyrar.
  11. Við ætlum að vinna fyrir ykkur sem búið hér í bænum, ekki þá sem búa hér ekki með því að byggja fyrir það fólk húsnæði. Hugsum um okkur Akureyringa fyrst.
  12. Við ætlum ekki að láta þá sem eiga peninga fá meiri peninga. Þeir geta kosið aðra flokka.  Við ætlum heldur ekki að afhenda vinum okkar bitlinga líkt og banka eða annað sem er talið lítilræði af þeim þremur flokkum sem stýra landinu.
  13. Við ætlum að axla ábyrgð. Sem er algjörlega nýtt á nálinni hér á landi hjá stjórnmálaafli.

Að lokum.

Til að fella það að kettir haldi áfram að lifa sínu eðlilega lífi og til að láta öll þessi mál ganga í gegn hér að ofan, þurfum við að fella bæjarstjórnina og ná meirihluta þar sem allir bæjarfulltrúar voru með því að loka kettina inni.   Það á ekki eftir að breytast, það verður bara enn harðari bann ef þau fá að ráða.

Við þurfum því öll atkvæðin frá ykkur kattareigendum, ellegar verður þessu frumvarpi ekki hnekkt.

Deilist til allra kattaeigenda á Akureyri.

Er ekki kominn tími á gagngerar breytingar?

Ásgeir Ólafsson Lie er markþjálfi og skipar 2. sæti á lista Kattaframboðsins á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó