Vinna og vélar

Tímabilið búið hjá KA mönnum

KA-menn eru úr leik í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn

KA menn mættu Stjörnunni í oddaleik liðana um sæti í úrslitum Íslandsmeistaramótsins í blaki í gærkvöldi. Stjarnan vann fyrsta leik liðanna 3-1 en KA jafnaði einvígið með 3-2 sigri í leik tvö.

Sjá einnig: KA tókst að knýja fram oddaleik

Stjörnumenn unnu fyrstu hrinu oddaleiksins 25-23. KA mennjöfnuðu leikinn í annarri hrinu með 25 stigum gegn 22. Stjarnan vann þó síðustu tvær hrinur leiksins og tryggðu sér 3-1 sigur. Lokasprettur fjórðu hrinu var æsispennandi en Stjarnan vann að lokum 29-27 og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum gegn HK.

Stigahæstur í leiknum var Hristiyan Dimitrov leikmaður KA með 29 stig.

Sambíó

UMMÆLI