Tímavél: Neflaus Frosti á Ráðhústorgi

Fyrir tíma hnattrænnar hlýnunar tíðkaðist á Akureyri að búa til stóran snjókall á Ráðhústorgi. Á árunum 2011 og 2012 varð snjókarlinn sem gekk í daglegu tali undir nafninu Frosti fyrir miklu áfalli þegar nefi hans var stolið.

Óprúttnir aðilar sáu sig knúna til þess að hafa af honum þennan mikilvæga appelsínugula líkamspart. Aðstandendum og talsmönnum snjókarlsins þótti afar hvimleitt að Frosti hafi ekki fengið að standa óáreittur. Árið 2011 sá þjófurinn að sér og skilaði nefinu.

Málið var öllu flóknara árið síðar en þá virtist þjófurinn vera ósvífnari en árið áður. Nefið skilaði sér þó að lokum eftir að íbúi Akureyrar hafði fundið það á bílaplani fyrir utan íbúð sína.

Annað nef sem hafði horfið af honum viku áður sem hafði verið skipt út fannst síðar á Dalvík. Málið þykir enn í dag eitt alvarlegasta glæpamál í sögu Akureyrar og hafði áhrif á líf þúsunda.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó