Prenthaus

Tíminn vel nýttur í Sundlaug Akureyrar

Tíminn vel nýttur í Sundlaug Akureyrar

Elín H. Gísladóttir, forstöðukona Sundlaugarinnar á Akureyri segir að það sé snilld að geta nýtt tímann sem hefur gefist vegna Covid-19 faraldursins í framkvæmdir við sundlaugina. Hún vonast þó til þess að sundlaugin geti fljótlega opnað á nýjan leik. Þetta kemur fram í viðtali á mbl.is.

Sjá einnig: Sérbúningsklefi og klefi fyrir fatlað fólk í Sundlaug Akureyrar

Framkvæmdir á búningsklefum eru nú í fullum gangi og allir starfsmenn laugarinnar hafa haldið vinnu sinni. Tekjuhrunið í sundlauginni er mikið en sveitarfélög bera kostnaðinn í stað þess að senda fólk á hlutabætur.

Elín segir í samtali við mbl.is að það sé tómlegt í sundlauginni án gestanna og að þeirra sé sárt saknað.

„Við sökn­um mjög gest­anna og þess að hitta ekki fastak­únn­ana. Það verður gam­an þegar við opn­um og för­um að fá fólkið okk­ar í heim­sókn aft­ur,“ segir Elín.

Það verður þó einhver bið áfram í að sundlaugar opni en þær opna ekki aftur 4. maí eins og ýmis önnur þjónusta. Elín hefur trú á að það verði hægt að opna á nýjan leik þegar næst er slakað á klónni.

„Ég trúi varla öðru en að við verðum í þeim pakka. Þegar Íslend­ing­ar fara í sum­ar­leyfi og geti ferðast aðeins um landið, að þá geti þeir farið í sundlaugarn­ar.“

Sambíó

UMMÆLI