Múlaberg

Tíu árgangar fengið boð í bólusetningu á Akureyri á morgun

Tíu árgangar fengið boð í bólusetningu á Akureyri á morgun

Á morgun, miðvikudaginn 16. júní fara fram bólusetningar árganga á Akureyri samkvmæt handahófslista. Þeir árgangar sem hafa fengið boð eru 2001, 1968, 1984, 1988, 1982, 2003, 1996, 2005, 1969, 2004.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun segir að í sumum tilfellum sé ungt fólk ekki komið með aðgang að heilsuveru. Þeir sem hafi ekki fengið boð og eru fæddir í þessum árgöngum hér að ofan mega því mæta á Slökkistöðina á Akureyri á morgun og fá bólusetningu.

Bólusett verður á milli klukkan 9 og 14. Einstaklingar í árgangi 2005 verða að hafa náð 16 ára aldri samkvæmt dagatali. Þeir sem ekki eru orðnir 16 fá boð síðar. Ef aukaskammtar verða eftir þá fara þær í næstu árganga á handahófslistanum sem má sjá í heild hér: handahof_bolusetning_hsn_2021.pdf.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó