Það fjölgar í eingangrun á milli daga í umdæminu en tíu einstaklingar eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra og 17 eru í sóttkví. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
„Því miður erum við ekki laus við Covid 19 og nú virðist enn ein bylgjan vera farin af stað. Hvetjum við því alla til að gæta vel að persónulegum sóttvörnum .Þá viljum við árétta við fólk að ef það finni til einhverra einkenna eða veikinda að skrá sig í sýnatöku á Heilsuveru,“ segir í tilkynningu lögreglu.
Lögreglan birti lista yfir hvar í umdæminu smitin eru í færslunni. Sjö smit eru á Akureyri, eitt á Mývatni, eitt á Kópaskeri og eitt á Siglufirði.
UMMÆLI