Tjón hleypur á hundruðum þúsunda í Kjarnaskógi

Tjón hleypur á hundruðum þúsunda í Kjarnaskógi

Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, segir að það sé kominn tími á að skemmdarverkum í Kjarnaskógi fari að linna. Ingólfur hefur ítrekað þurft að skerast í leikinn þegar skemmdarvargar fara um útivistarsvæði í Kjarnaskógi en tjón á svæðinu hleypur á hundruðum þúsunda. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV í gær.

Eftirlitsmyndavélum hefur verið komið upp víða í skóginum og sést vel á myndbrotum úr þeim þegar einstaklingar sparka upp hurðir og brjóta glugga. Töluvert hefur verið um hópamyndanir í skóginum að undanförnu og voru til að mynda um 60 unglingar þar saman komnir um helgina þegar lögreglan þurfti að skerast í leikinn.

Sjá einnig: Lögreglan á Akureyri leysti upp unglingapartí í Kjarnaskógi

Ingólfur segir í samtali við RÚV að hann hafi sjálfur þurft að skerast í leikinn og að hann hafi á tíðum óttast um öryggi sitt. Þá sé það ekki boðlegt fyrir starfsfólk hans að mæta í vinnuna á morgnana og þurfa að þrífa upp eftir skemmdarvarga.

„Ég er eiginlega ekkert til í að bjóða starfsfólkinu mínu upp á mæta hérna á morgnana og moka upp bara einhverjum glerbrotum sem eru mökuð í hlandi og einhverju þannig, það náttúrlega bara gengur ekki og þess vegna ætlum við að stoppa þetta. Við bara ætlum að gera það með því að nýta okkur myndavélatæknina og bæta það og hafa aukið samstarf við lögreglu og ef það virkar ekki þá fer ég að sofa hérna,“ segir Ingólfur í samtali við Fréttastofu RÚV.

Viðtalið við Ingólf má sjá í heild sinni á vef RÚV með því að smella hér.

UMMÆLI

Sambíó