„Tökum flugið“ – Ráðstefna um flugmál á Akureyri

„Tökum flugið“ – Ráðstefna um flugmál á Akureyri

Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn Air 66N munu halda ráðstefnu um flugmál á Akureyri þann 26. apríl næstkomandi. Ráðstefnan verður haldin í Hofi klukkan 12:30 til 16:00.

Fjallað verður meðal annars um stöðuna á uppbyggingu Akureyrarflugvallar, reynslu af flugi frá Hollandi og framtíðarhorfur í millilandaflugi á Akureyri. Einnig verða fulltrúar frá Niceair með kynningu á áformum félagsins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó