Tólf úr SA í HM-hópi Íslands

HM í íshokkí fer fram í Skautahöll Akureyrar í lok febrúar. Mynd: sasport.is

Jussi Sipponen og Hulda Sigurðardóttir, landsliðsþjálfarar íslenska kvennalandsliðsins í íshokkí, hafa valið lokahóp fyrir heimsmeistaramót kvenna sem fram fer á Akureyri dagana 27. febrúar til 5. mars næstkomandi.

Eins og svo oft áður eru Akureyringar áberandi í landsliðshópnum en í 22 manna hópi eru tólf leikmenn úr Skautafélagi Akureyrar. Að auki eru fjórir fyrrum leikmenn SA sem nú leika erlendis.

Ísland er í 2.deild en aðrar þjóðir í þeirri deild eru Tyrkland, Nýja-Sjáland, Rúmenía, Spánn og Mexíkó.

Landslið kvenna á HM í íshokkí 2017

1 Elise Marie Valljaots (Leikur erlendis)
2 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir (Björninn)
3 Anna Sonja Ágústsdóttir (SA)
4 Arndís Sigurðardóttir (SA)
5 Birna Baldursdóttir (SA)
6 Diljá Björgvinsdóttir (Leikur erlendis)
7 Eva María Karvelsdóttir (SA)
8 Flosrún Vaka Jóhannesdóttir (Leikur erlendis)
9 Guðrún Marín Viðarsdóttir (SA)
10 Herborg Geirsdóttir (Leikur erlendis)
11 Jónína Margrét Guðbjartsdóttir (SA)
12 Karen Thorisdottir (Björninn)
13 Kristín Ingadóttir (Björninn)
14 Lena Arnarsdottir (Björninn)
15 Linda Brá Sveinsdóttir (SA)
16 Ragnhildur Kjartansdóttir (SA)
17 Silvía Rán Björgvinsdóttir (SA)
18 Sunna Björgvinsdóttir (SA)
19 Teresa Snorradottir (SA)
20 Thelma Guðmundsdóttir (SA)
21 Védís Áslaug Valdemarsdóttir (Björninn)
22 Þorbjörg Eva Geirsdóttir (Leikur erlendis)

Sjá einnig

HM í íshokkí haldið á Akureyri

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó