Tomas Olason á förum frá Akureyri

Tomas Olason á heimleið

Handknattleiksmarkvörðurinn Tomas Olason hefur skrifað undir tveggja ára samning við danska B-deildarliðið Odder og mun hann því yfirgefa Akureyri Handboltafélag að loknu yfirstandandi tímabili. Heimasíða félagsins greinir frá þessu í dag.

Tomas hefur varið mark Akureyrar undanfarin fimm ár en hann er hálfur Íslendingur og hálfur Dani.

Hann hefur verið einn besti leikmaður Akureyrar á yfirstandandi leiktíð en liðið berst nú fyrir lífi sínu í Olís-deild karla og mun Tomas áfram hjálpa liðinu að bjarga sér frá falli áður en hann heldur aftur á heimaslóðir í Danmörku.

UMMÆLI

Sambíó