Gæludýr.is

Tónlistin tekur völdin um helgina í Menningarhúsinu Hofi

Tónlistin tekur völdin um helgina í Menningarhúsinu Hofi

Það er nóg um að vera í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú um helgina. Í kvöld flytja ÞAU tónleikaveislu í Hofi. ÞAU flytja nýja og spennandi tónlist við ljóð norðlenskra skálda.

Hljómsveitina ÞAU skipa Rakel Björk Björnsdóttir, sem hefur getið sér gott orð leik- og söngkona, m.a. í Borgarleikhúsinu þar sem hún lék í sýningunum 9 líf, Matthildur og Room 4.1, og Garðar Borgþórsson gítar- og slagverksleikari sem hefur leikið með hljómsveitum eins og Ourlives og different Turns og jafnframt samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga. Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóði.

Á laugardagskvöldinu er komið að heiðurstónleikum Adele þegar söngkonurnar Elísabet Ormslev og Stefanía Svavars flytja bestu lög stórstjörnunnar Adele í Hofi ásamt einvala liði listamanna. Ekki missa af tækifærinu til að sjá þessar stórkostlegu söngkonur ásamt frábærum listamönnum flytja lögin sem við öll elskum og þekkjum.

Nánari upplýsingar á mak.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó