Topp 10 – Tilgangslausustu hlutir í heimi

Topp 10 – Tilgangslausustu hlutir í heimi

Heimurinn er fullur af tilganslausu drasli. Ég ákvað að taka saman þá 10 hluti í þessum heimi sem mér þykja tilgangslausastir.


10. Topplúgur á bílum – Þú opnar þetta max einu sinni á ári. Við búum ekki á Miami, því miður.


9. Pilsner – Rosalega vondur drykkur með engan tilgang.


8. Hljómsveitin Skálmöld – 
Nokkrir kátir piltar sem spila hræðilega tónlist


7. Hálstreflar – 
Aldrei skilið þessa flík, hef aldrei verið staddur úti og hugsað: ,,vá hvað mér er kalt á hálsinum“


6. Koffínlaust kaffi –
Fáðu þér bara eithvað annað að drekka ef þú vilt ekki koffín!


5. Íslenskt vatn í flöskum –
Þarfnast ekki útskýringar, við eigum öll vask og glas.


4. Gullfiskar
– Gæludýr sem gera ekki neitt nema éta og deyja.


3. Power Balance böndin –
Fyrir þá sem ekki muna þá eru Power Balance armbönd úr gúmmí sem allir Íslendingar áttu, bandið átti að veita orku.


2. Kvartbuxur –
Við þekkjum öll buxur og stuttbuxur, það þurfti ekki að finna upp flík sem er mitt á milli. Ljótt og tilgangslaust.


1 .Mjólkurkex –
Þurrt, hart og óhollt, hver er tilgangurinn?

UMMÆLI

Sambíó