Gæludýr.is

Topp Tíu: Fjölskyldan á ferðalagi um Norðurland

Topp Tíu: Fjölskyldan á ferðalagi um Norðurland

Norðurland er fyrir alla fjölskylduna. Það getur verið krefjandi að ferðast um með börn á mismunandi aldri en á Norðurlandi ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og prófað nýja afþreyingu. Markaðsstofa Norðurlands hefur tekið saman skemmtilegan lista yfir hluti sem hægt er að gera á ferðalagi um Norðurland. Listann má sjá hér að neðan.

  • Hvalaskoðun er orðin ein helsta afþreying ferðamanna á Norðurlandi. Við hvetjum ykkur til að fara um borð í bát, sigla um fallega landið okkar og njóta þess að fylgjast með villtum dýrum í sínu náttúrulega umhverfi. Sum hvalaskoðunarfyrirtæki bjóða jafnframt uppá sjóstangaveiði sem er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. 
  • Hægt er að heimsækja húsdýragarða og bóndabæi og fá þannig að kynnast lífinu í sveitinni. Smakka mat úr héraði og fá að klappa dýrunum.
  • Sæþoturkayak og róðrabretti er hin fullkomna afþreying fyrir foreldra og unglinga. Þetta eru ævintýralegar ferðir og einstaklega hressandi fyrir alla að komast út á sjó og njóta kyrrðarinnar.   
  • Hellaskoðun er ævintýri sem allir hafa gaman af. Þeir eru misstórir og djúpir en allir eiga það sameiginlegt að vera heillandi heimar, engu öðru líkir.
  • Jeppaferðir uppá hálendi er ógleymanleg lífsreynsla.
  • Ótal hestaferðir eru í boði á Norðurlandi, bæði styttri og lengri ferðir og jafnt fyrir vana sem óvana. Enginn ætti að ferðast um Ísland án þess að njóta gæða íslenska hestsins.
  • Það er áskorun fyrir alla fjölskylduna að prófa eins margar sundlaugar á Norðurlandi og hægt er. Margar þeirra eru með virkilega skmmtilegum rennibrautum. Svo eru það auðvitað allar heitu laugarnar og böðin; Grettislaug, Sjóböðin, Bjórböðin, Jarðböðin, heitu pottarnir á Hauganesi og fleira. 
  • Strendurnar á Norðurlandi eru fjölmargar og skemmtilegar, margar með fallegum svörtum sandi á meðan aðrar skarta sjóklettum og miklu fuglalífi. Það er svo gaman að rölta um og oft á tíðum er hægt að finna allskonar fjársjóði í nálægð við sjóinn. 
  • Upplifið einn stærsta bardaga Íslandssögunnar í gegnum sýndarveruleika á Sauðárkrók, farið um borð í bát á Síldarminjasafninu, kíkið inní einn af gömlu torfbæjunum sem hafa varðveist svo vel, mátið skóna hans Jóhanns risa á Dalvík, skoðið beinagrind af stærsta dýri jarðar á Húsavík. Fjölmörg skemmtileg söfn, sýningar og setur er að finna um allt Norðurland.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó