Tríó Kristjáns Edelsteins á LYST

Tríó Kristjáns Edelsteins á LYST

Tríó Kristjáns Edelsteins mun halda tónleika á LYST í Lystigarðinum á Akureyri þann 1. júní næstkomandi. Tríóið mun þar spila frumsamda tónlist af komandi plötu.

Bandið skipa Kristján Edelstein, Stefán Ingólfsson og Halldór G Hauksson. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.00 kvöldið 1. júní.

Það verður nóg um að vera á LYST í sumar en meðal annars verður sérstök útitónleika sería í sumar þar sem allur ágóði fer til Lystigarðsins, eyrnarmerkt vetrarþjónustu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó