Tryggvi og Sandra íþróttafólk Þórs árið 2017

Sandra Stephany Mayor var frábær á árinu

Körfuknattleiksmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason og knattspyrnukonan Sandra Stephany Mayor Gutierrez eru íþróttafólk Þórs 2017 þetta var gert opinbert á hófi sem fram fór í Hamri, félagsheimili Þórsara, í gærkvöld.

Landsliðsfólki og Íslandsmeisturum Þórs og Þór/KA sem voru fjölmargir þetta árið voru veittar viðurkenningar. 

Hápunktur kvöldsins var þegar kjöri á íþróttafólki Þórs var lýst, í kjöri var íþróttafólk deilda:

Knattspyrna: Orri Sigurjónsson og Sandra Stephany Mayor Gutierrez

Körfuknattleikur: Tryggvi Snær Hlinason og Heiða Hlín Björnsdóttir

Keila: Guðbjörg Sigurðardóttir og Ólafur Þór Hjaltalín

Píla: Bjarni Sigurðsson og Jóhanna Bergsdóttir

Handknattleiksmaður Þórs – Hafþór Már Vignisson

Taekwondodeild Þórs tilnefndi engan að þessu sinni.

Það er svo aðalstjórn Þórs sem kýs íþróttafólk Þórs úr þessu hópi þ.e. karl og konu. Eins og áður segir voru það svo þau Tryggvi Snær og Sandra Mayor sem voru hlutskörpust og er  þetta annað árið í röð sem þeim hlotnast þessi viðurkenning enda frábært íþróttafólk.

Tryggvi Snær og Sandra Mayor voru bæði fjarverandi og gátu þar af leiðandi ekki tekið við sínum viðurkenningum.

Sjá einnig: 

Stephany Mayor og Tryggvi Snær Hlinason eru íþróttafólk Þórs árið 2016


UMMÆLI

Sambíó