Tryggvi Snær framlengir samning sinn við Zaragoza

Tryggvi Snær framlengir samning sinn við Zaragoza

Körfuboltakappinn Tryggvi Snær Hlingason framlengdi í gær samning sinn við spænska félagið Zaragoza til ársins 2023. Tryggvi gekk til liðs við félagið frá Valencia fyrir tveimur árum og hefur staðið sig vel.

Tryggvi er einnig orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu í körfubolta en hann hóf feril sinn með Þór á Akureyri.

Tryggvi átti góðan vetur fyrir lið Zaragoza en hann var með eina bestu skotnýtingu allra leikmanna í spænsku deildinni. Hann skoraði að meðaltali 7,3 stig í leik og tók 4,8 fráköst.

Sambíó

UMMÆLI