Vinna og vélar

Tryggvi Snær með enn einn stórleikinn þegar Ísland tryggði sig áfram í 8 liða úrslit

Tryggvi Snær Hlinason

Landslið Íslands í körfubolta skipað leikmönnum yngri en 20 ára er komið í 8 liða úrslit A deildar Evrópumótsins eftir stórsigur á Svíþjóð 73-39. Ísland mætir Ítölum eða Ísrael í 8 liða úrslitunum.

Tryggvi Snær Hlinason fyrrum leikmaður Þórs hefur verið í lykilhlutverki hjá liðinu á mótinu. Hann var með hæsta framlag allra leikmanna mótsins í riðlakeppninni og hann hélt uppteknum hætti í dag.

Tryggvi skoraði 13 stig tók 12 fráköst og átti 4 stoðsendingar gegn Svíum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó