Origo Akureyri

Tuttugu og sex umsóknir vegna stöðu framkvæmdastjóra nýrra landshlutasamtaka

Tuttugu og sex umsóknir vegna stöðu framkvæmdastjóra nýrra landshlutasamtaka

Tuttugu og sex einstaklingar sóttu um stöðu framkvæmdastjóra hjá nýjum landshlutasamtökum á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir að á meðal umsækjenda séu alþingismaður, forstjóri Fiskistofu, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og framkvæmdastjórar atvinnuþróunarfélaganna tveggja en listann yfir umsækjendur má sjá í heild sinni á vef RÚV.

Umsóknarfrestur um starfið rann út 6. janúar. Samtökin sem hafa fengið nafnið Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra – SSNE urðu til við samruna Samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

UMMÆLI

Sambíó