Tuttugu og sex umsóknir vegna stöðu framkvæmdastjóra nýrra landshlutasamtaka

Tuttugu og sex umsóknir vegna stöðu framkvæmdastjóra nýrra landshlutasamtaka

Tuttugu og sex einstaklingar sóttu um stöðu framkvæmdastjóra hjá nýjum landshlutasamtökum á Norðurlandi eystra. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Þar segir að á meðal umsækjenda séu alþingismaður, forstjóri Fiskistofu, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og framkvæmdastjórar atvinnuþróunarfélaganna tveggja en listann yfir umsækjendur má sjá í heild sinni á vef RÚV.

Umsóknarfrestur um starfið rann út 6. janúar. Samtökin sem hafa fengið nafnið Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra – SSNE urðu til við samruna Samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga.

Sambíó

UMMÆLI