NTC netdagar

Tveir eftir í einangrun á Akureyri

Tveir eftir í einangrun á Akureyri

Nú eru einungist tveir eftir í einangrun vegna Covid-19 smits á Norðurlandi eystra. Bæði smitin eru á Akureyri.

Síðast greindist smit á svæðinu 1. desember en einstaklingurinn sem greindist þá var í sóttkví við greiningu. Enginn hefur verið í sóttkví á Norðurlandi eystra síðan 5. desember.

Lögreglan á Norðurlandi eystra segir að þrátt fyrir að faraldurinn hafi verið á niðurleið í þónokkurn tíma geti hlutirnir verið fljótir að breytast.

„Það er ennþá reglugerð í gildi sem að takmarkar ýmsa þætti í okkar lífi og verðum við áfram að muna af hverju við erum að þessu. Það vill enginn missa þetta af stað aftur en það gerist ef við förum að slaka of mikið á.“

Styrkja Kaffið.is

Sambíó

UMMÆLI