NTC netdagar

Tveir í einangrun á Norðurlandi eystra

Tveir í einangrun á Norðurlandi eystra

Eitt virkt smitt bættist við á Norðurlandi eystra í vikunni. Samtals eru nú tvö virk smit á svæðinu en þau tengjast hvort öðru og eru tengd landamærunum.

Einstaklingurinn sem greindist með smit í vikunni var í sóttkví við greiningu. Nú er enginn eftir í sóttkví á svæðinu.

Ekki hefur greinst smit á Norðurlandi eystra fyrir utan þau sem tengjast landamærunum síðan um mánaðarmótin nóvember-desember á síðasta ári.

UMMÆLI

Sambíó