Tveir KA-menn með U17 til Parísar

Dagur Gautason á leið til Frakklands.

Dagur Gautason á leið til Frakklands.

Heimir Ríkarðsson, landsliðsþjálfari U17 ára landsliðs karla í handbolta, valdi í dag hóp sinn fyrir Mediterranean Youth Handball Championship sem fram fer í Frakklandi í næsta mánuði.

Tveir ungir og efnilegir handknattleiksmenn úr þriðja flokki KA eru í hópnum en það eru þeir Dagur Gautason og Jónatan Marteinn Jónsson.

Leikið verður í París, dagana 15.-22.janúar en hópurinn mun æfa saman á milli jóla og nýárs.

Hópurinn í heild sinni

Arnar Máni Rúnarsson, Fjölnir
Arnór Snær Óskarsson, Valur
Björgvin Franz Björgvinsson, Afturelding
Dagur Gautason, KA
Dagur Kristjánsson, ÍR
Daníel Freyr Rúnarsson, Fjölnir
Davíð Elí Heimisson, HK
Eiríkur Þórarinsson, Valur
Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir
Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir
Haukur Þrastarson, Selfoss
Jónatan Marteinn Jónsson, KA
Ólafur Haukur Júlíusson, Fram
Tjörvi Týr Gíslason, Valur
Tumi Steinn Rúnarsson, Valur
Úlfar Páll Monsi Þórðarson, Valur
Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram
Viktor Jónsson, Valur


UMMÆLI

Sambíó