Tveir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19

Tveir lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19

Í gær voru tveir sjúklingar lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri með Covid-19 en þetta er í fyrsta sinn í rúmar tvær vikur sem einhver liggur á SAk vegna Covid. Hvorugur einstaklinganna er á gjörgæslu.

Tæplega fimmtíu starfsmenn sjúkrahússins eru fjarverandi vegna einangrunar eða sóttkvíar. Sjúkrahúsið er skilgreint á hættustigi í augnablikinu.

Í dag eru 576 í einangrun og 1129 í sóttkví á Norðurlandi eystra. 83 greindust með smit á milli daga.

„Áfram mun verða skerðing á valkvæðum skurðaðgerðum og einnig verður áfram frestun á opnun fimm daga deildar Kristnesspítala. Staðan er metin daglega. Gert er ráð fyrir að hægt sé að veita undanþágur ef talið er að töf verði til skaða fyrir sjúklinga. Forstöðumenn eru beðnir að skipuleggja starfsemi sinna eininga í samræmi við þetta þar sem það á við. Mikil vöntun er á blóði á landsvísu þessa dagana og eru mögulegir blóðgjafar hvattir til að gefa blóð og styrkja þannig viðbragð heilbrigðiskerfisins,“ segir í tilkynningu á vef Sjúkrahússins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó