NTC

Tveir leikmenn skrifa undir hjá Akureyri

Þeir Friðrik Svavarsson og Patrekur Stefánsson hafa skrifað undir framlenginu á samningum sínum hjá Akureyri Handboltafélagi. Leikmennirnir verða því áfram með Akureyri þegar liðið tekur þátt í Olís deildinni á næstu leiktíð.

Báðir skrifa þeir undir eins árs samning með möguleika á framlengingu um eitt ár til viðbótar.

Friðrik var fyrirliði liðsins sem sigraði Grill 66-deildina á nýafstaðinni leiktíð og lék lykilhlutverk í varnarleik liðsins auk þess að skora 31 mark í sautján leikjum. Friðrik er 25 ára gamall línumaður og hefur leikið 103 leiki fyrir Akureyri Handboltafélag.

Patrekur er 23 ára gamall leikstjórnandi og var í lykilhlutverki sóknarlega í vetur. Hann var þriðji markahæsti leikmaður liðsins með 51 mark í sautján leikjum. Hann hefur leikið 39 leiki fyrir félagið.

Sambíó

UMMÆLI