Prenthaus

Tveir leikmenn úr Akureyri í úrvalsliði 11. umferðar

Andri Snær hefur verið öflugur í vetur

Andri Snær hefur verið öflugur í vetur

Akureyri Handboltafélag á tvo fulltrúa í úrvalsliði 11. umferðar Olísdeildar karla á heimasíðunni fimmeinn.is. Hornamennirnir Andri Snær Stefánsson og Kristján Orri Jóhannsson komust báðir í liðið. Andri og Kristján hafa verið lykilmenn hjá Akureyrar liðinu í vetur. Akureyri vann Gróttu 21-18 í 11. umferðinni og Kristján Orri skoraði helming marka liðsins. Kristján og Andri Snær fóru mikinn í lok leiksins þegar þeir tryggðu Akureyri sigur.

Sjá einnig: Ótrúlegar lokamínútur í sigri Akureyar – Myndband

Annar leikmaður sem er Akureyringum góðkunnur er í úrvalsliðinu en Sveinbjörn Pétursson stendur í markinu að þessu sinni. Hann lék áður með Akureyri við góðan orðstír en spilar nú með Stjörnunni eftir dvöl erlendis.

Við óskum þeim og öðrum sem voru valdir í liðið til hamingju með tilnefningarnar en úrvalslið 11. umferðarinnar hjá fimmeinn.is er sem hér segir:

Mark: Sveinbjörn Pétursson, Stjörnunni
Vinstra horn: Andri Snær Stefánsson, Akureyri
Vinstri skytta: Josip Juric Gric, Valur
Miðja: Janus Daði Smárason, Haukar
Lína: Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar
Hægri skytta: Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV
Hægra horn: Kristján Orri Jóhannsson Akureyri.

UMMÆLI