Múlaberg

Tveir skráðir í einangrun á Norðurlandi eystra vegna Covid

Tveir skráðir í einangrun á Norðurlandi eystra vegna Covid

Tveir einstaklingar eru skráðir í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra í dag samkvæmt tölum á covid.is. 12 eru í sóttkví á svæðinu.

44 smit greindust á Íslandi síðastliðinn sólarhring og 38 af þeim voru innanlands. Smitin tvö á Norðurlandi eystra eru þau fyrstu sem skráð hafa verið á svæðinu síðan í maí.

Á Norðurlandi vestra er einn skráður í einangrun og þrír í sóttkví. Rúmlega 72 prósent einstaklinga á Norðurlandi hafa verið fullbólusettir samkvæmt upplýsingum á covid.is

Sambíó

UMMÆLI