Prenthaus

Tvö úr Íþróttafélaginu Akri fá Alþjóðleg þjálfararéttindiAnna María á námskeiðinu

Tvö úr Íþróttafélaginu Akri fá Alþjóðleg þjálfararéttindi

Tvö úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri náðu Alþjóðlegum þjálfararéttindum á námskeiði á vegum Alþjóðabogfimisambandsins World Archery, Bogfimisambandi Íslands og Olympic Solidarity um helgina.

Akureyringurinn Anna María Alfreðsdóttir dúxaði á mati prófdómara á námskeiðinu og fékk 20 af 20 mögulegum stigum í matinu en til þess að ná réttindum þurfti hún 12 af 20 stigum. Aðeins tveir þátttakendur á námskeiðinu náðu fullkomnum árangri og Anna var ein af þeim.

Anna keppir í trissubogaflokki en nú ætti Anna að hafa góða þekkingu til þess að geta þjálfað alla bogaflokka. Hún er best Íslendinga í trissuboga og er á leið á EM ungmenna 14.-21. ágúst næstkomandi.

Ásgeir Ingi Unnsteinsson úr ÍF Akur náði einnig frábærum árangri á námskeðinu en hann var með 18 af 20 stigum í mati á lokadegi námskeiðsins sem samsvarar 9.5 í einkunn. Ásgeir starfaði lengi sem þjálfari innan UMF Eflingar, en er nýlega búinn að skipta bæði um félag yfir í ÍF Akur og um keppnisgrein úr sveigboga yfir í trissuboga. Hann er því vel búinn til þess að aðstoða við uppbyggingu íþróttarinnar á öllu Norðurlandi í nokkrum keppnisgreinum.

UMMÆLI