Tvöfalt fleiri bíða eftir hjúkrunarrými á Akureyri en í fyrra

Tvöfalt fleiri bíða eftir hjúkrunarrými á Akureyri en í fyrra

Tvöfalt fleiri bíða eftir að komast á hjúkrunarheimili á Akureyri en á sama tíma í fyrra. Hjúkrunarrýmum hefur farið fækkandi í bænum og um leið fjölgar þeim sem ekki er hægt að útskrifa af sjúkrahúsi. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV.

Þar segir að nú bíði 79 eftir því að flytja inn á hjúkrunarheimili á Akureyri en á sama tíma í fyrra biðu 40. 15 þeirra einstaklinga sem bíða núna eftir því að flytja inn liggja á bráðalegudeildum Sjúkrahússins á Akureyri og geta ekki farið heim til sín heilsunnar vegna.

„Þetta kemur náttúrulega bara mjög illa við þennan aldurshóp sem á bara rétt á að fá lausn sinna mála“, segir Ragnheiður Halldórsdóttir, öldrunarlæknir og staðgengill framkvæmdastjóra lækninga á SAk, í samtali við RÚV. Á vef RÚV má finna frekari umfjöllun um málið.

UMMÆLI